Search
Close this search box.

Spurt og svarað

Leigusamningur

Leigusamningur er sendur rafrænt við úthlutun samhliða staðfestingar- og tryggingargjaldi. 

Leigutakar á nemendagörðum sækja sjálfir um húsnæðisbætur til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þegar leigusamningur hefur verið undirritaður. Undirritaður samningur sendist þá sjálfkrafa til  Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og því ekki þörf á þinglýsingu samnings. Nánari upplýsingar um húsnæðisbætur má finna á: https://hms.is/husnaedi/husnaedisbaetur 

Allir leigusamningar eru gerðir til síðasta dags mánaðar, að undanskildum leigusamningum sem gilda einnig út sumartímabílið. Gildistími þeirra er til 15. ágúst ár hvert.

Afhending lykla

Lyklar fást afhentir á upphafsdegi undirritaðs leigusamnings og eftir að greiðsla staðfestingar- og tryggingargjalds hefur verið greidd. 

Lyklaafhending fer fram milli kl. 10 – 15:30 í samráði við Nemendagarða. 

Athugið að lyklaafhendingu þarf að panta á info@nemendagardar.is með þriggja virkra daga fyrirvara.

Hvenær á að greiða leigu?

Húsaleiga greiðist fyrirfram. Húsaleigu skal greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrir einn mánuð. Gjalddagi leigunnar er fyrsti dagur hvers mánaðar.  

Afhverju er leiguupphæð ekki alltaf sú sama milli mánaða?

Leiguverð er bundið við vísitölu neysluverðs sem að uppfærist mánaðarlega. Því breytist upphæð leiguverðs í takt við það.

Má ég framleigja íbúðina/herbergið mitt?

Óheimilt er að framleigja íbúðir nema með fengnu leyfi nemendagarða. Sækja skal um slíkt leyfi til info@nemendagardar.is

Hvernig segi ég upp leigusamningnum?

Til þess að segja upp leigusamning þarf uppsögn að berast skriflega á info@nemendagardar.is. Athugið að uppsögn tekur gildi frá fyrsta degi næsta mánaðar og er uppsagnarfrestur einn mánuður.

Hvað þarf ég að gera áður en ég skila íbúð/herbergi?

Við skil á íbúð skal panta úttekt með minnst þriggja virkra daga fyrirvara á info@nemendagardar.is Skil á húsnæði skulu fara fram eigi síðar en kl. 12.00 á síðasta degi leigusamnings, nema um annað sé samið fyrirfram.

Ráðlagt er að fylgja Gátlista vegna þrifa á íbúðum Nemendagarða. 

Má hafa gæludýr?

Ávallt skal sækja um leyfi fyrir gæludýrahaldi. Einungis er hægt að fá leyfi í íbúðum/ herbergjum án húsbúnaðar. Sjá nánar í húsreglum.

Hver er fjöldi íbúa í hverju herbergi í herbergjaleigu?

Einungis er heimilt að vera einn í herbergi í herbergjaleigu. Annað telst sem framleiga og getur varðað brottrekstri úr húsnæðinu.

Scroll to Top
Nemendagarðar Hólaskóla eru staðsettir í Hjaltadal í Skagafirði. Nemendagarðar leigja út húsnæði til nemenda Háskólans á Hólum. Á Hólum er að finna Háskólann á Hólum, grunnskóla, leikskóla, kirkju og hinar ýmsu gönguleiðir.