Search
Close this search box.

Nemendagarðar

Nemendagarðar Háskólans á Hólum

Nemendagarðar Háskólans á Hólum eru staðsettir í Hjaltadal í Skagafirði. Húsnæði á nemendagörðum stendur nemendum til boða sem stunda nám við Háskólann á Hólum.  Aðrir aðilar geta sótt um húsnæði eftir að úthlutun til nemenda hefur farið fram. 

Húsnæði Nemendagarða

Nemendagarðar eiga húsnæði í Nátthaga 19 – 21, Geitagerði 2, 4, 5, 6, 9 og 11 ásamt Brúsabyggð 6.

Nemendagarðar bjóða upp á leigu á herbergi í Nátthaga þar sem fjórir einstaklingar búa saman. Herberginu fylgir aðgangur að sameigninlegu rými sem telur til stofu, eldhús og baðherbergis. Baðherbergi eru með sturtu og þvottavél.

Þá er einnig boðið upp á 2ja herbergja/einstaklingsíbúð, 3ja herbergja íbúð og 4ra herbergja fjölskyldu íbúðir á nemendagörðum. Hægt er að óska eftir íbúð ýmist með eða án húsgagna.

Húsnæði með húsgögnum:

  • Geitagerði 5
  • Geitagerði 9
  • Nátthagi 19
  • Nátthagi 20 jarðhæð

Húsnæði án húsgagna:

  • Geitagerði 4
  • Geitagerði 6
  • Geitagerði 11
  • Nátthagi 20 2. hæð og 3. hæð
  • Nátthagi 21

Lista yfir húsgögn íbúða má finna hér

Umsóknarfrestir

Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 25. júní ár hvert. Til þess að njóta forgangs í íbúðir fyrir haust úthlutun, skulu eldri nemendur hafa staðið í skilum á greiðslum, vera án áminninga og sækja um húsnæði fyrir 1. júní ár hvert. Við úthlutun eignar fá tilvonandi leigutakar sendan greiðsluseðil vegna staðfestingar- og tryggingargjalds sem að nemur 1. mánaðar leigu. Staðfestingar- og tryggingargjald þarf að greiða fyrir 3. ágúst ár hvert. Hafi greiðsla ekki borist fyrir þann tíma er litið svo á að viðkomandi hafni húsnæðinu og húsnæði þá ráðstafað annað.

Þjónusta á svæðinu

Alla helstu þjónustu er að finna í Skagafirði, ca. 25 mínútur tekur að keyra inn á Sauðárkrók og ca. 20 mínútur tekur að keyra á Hofsós.

Sauðárkrókur bíður upp á ýmsa þjónustu, s.s. matvöruverslanir, heilbrigðisþjónustu, íþróttahús, sundlaug og ýmislegt fleira. Hér er að finna hlekk á upplýsingar Skagafjarðar: https://www.skagafjordur.is/

Á Hofsós er að finna sundlaug, matvöruverslun og fleira.

Sorpmál

Í skagafirði þarf að flokka allt sorp og mikilvægt að kynna sér vel reglur sveitarfélagsins í þeim efnum. Sjá nánar á: https://www.skagafjordur.is/is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagsmal/hreinlaetismal-og-sorpflokkun

Scroll to Top
Nemendagarðar Hólaskóla eru staðsettir í Hjaltadal í Skagafirði. Nemendagarðar leigja út húsnæði til nemenda Háskólans á Hólum. Á Hólum er að finna Háskólann á Hólum, grunnskóla, leikskóla, kirkju og hinar ýmsu gönguleiðir.